Hvað er helmingi meira?

      Það er talað um það bæði í ræðu og riti að eitthvað sé helmingi meira, eða einhver sé helmingi eldri eða hitt og þetta sé helmingi þyngra eða helmingi erfiðara en eitthvað annað.
      Mér finnst það mjög á reiki hvað fólk á við þegar það er að tala um að eitthvað sé helmingi meira. Er það þá að tala um að eitthvað sé einu og  hálfu sinni meira eða tvöfalt meira?
      Mér finnst að það þurfi með einhverjum hætti að festa þetta niður í eitt skipti fyrir öll, en með hvaða hætti lýsi ég hér með eftir.
       Þetta er mál sem þarf að leysa fljótlega því oft á tíðum veldur mismunandi skilningur sem lagður er í þessa málnotkun misskilningi og er ég nokkuð viss um að hann hefur oftar en ekki valdið alvarlegum árekstrum í daglegu lífi, þrátt fyrir að oftast sé hægt að lesa úr kringumstæðum hvað átt er við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt! Fyrir mér þýðir helmingi meira en hundrað = 150. Það er helmingnum af 100 (50) meira en 100 = 150.

Oftast hinsvegar þegar fólk segir helmingi meira en eitthvað meinar það tvöfalt meira og ég læt sem það hafi meint það ef mér þykir efni til.

Erlingur (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband