Úði sem lætur fólk hverfa

  Það er greint frá því í Jullands Posten að nú geti fræga fólkið úðað á föt sín vökva og þegar tekin er mynd af því, sennilega með leifturljósi þá sést aðeins hvít klessa á myndinni og á þann hátt geti það komið í veg fyrir að ljósmyndir, sem því finnst vera óvelkomnar í fjölmiðlunum, birtist þar.
    Þeirri spurningu er varpað fram í lok greinarinnar, sem birtist á mb.is í dag, hvernig þessi úði muni svo fara með húð viðkomandi.
    Í meginmáli er talað um að úðað sé á föt viðkomandi en í lok greinarinn er spurt hvernig úðin muni fara með húð viðkomandi.

   Mér er því spurn á hvað á að úða og gefur dagsljós nægjanlegt endurvarp til að eyðileggja myndirnar?


      Já STÓRT er spurt!!!
Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Myndavélar sem eru núna að koma á markaðinn eru orðnar svo ljósnæmar að þær þurfa varla orðið flash/leifturljós lengur. Sem dæmi þá er hægt er að stilla nýjustu vélarna á ISO allt að 6400 eins og nýju Canon EOS-1D Mark III vélina ( http://www.dpreview.com/reviews/specs/Canon/canon_eos1dmkiii.asp?dontcount=1 ).

Kjartan :)

p.s. svo að við ljósmyndarar þurfum ekki að vera mjög stressaðir yfir framtíðinni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.6.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband