Þorsteinn Erlingsson yngri
Það kann að hljóma undarlega að afi minn hafi verið Þorsteinn Erlingsson skáld fæddur árið 1858. Það skýrist nokkuð af eftirfarandi: Faðir minn, Erlingur Þorsteinsson háls-, nef- og eyrnalæknir, fæddist árið 1911 og er enn á lífi og við hesta heilsu. Hann var þriggja ára þegar afi minn dó árið 1914 og eignaðist hann mig árið 1962 eða þegar hann var 51 árs gamall, með móður minni Þórdísi Toddu Guðmundsdóttur skurðstofu hjúkrunarfræðingi, sem er 17 árum yngri en hann. Það eru því stór stökk á milli þessara ættliða.
Alsystir mín er Guðrún Kristín Erlingsdóttir þula hjá Sjónvarpinu, útskrifuð með B.ed. gráðu frá KHÍ og er einnig förðunarfræðingur.
Ég á tvö börn Erling fæddan árið 1986 háskólanema og Kristínu fædda 2002, nema í forskólanum Nóaborg