29.5.2007 | 09:42
Eru hæðar rárnar slysagildrur eða öryggistæki - eins og gengið er frá þeim núna? -Getur gatnamálastjóri svarað því t.d. á síðum Mbl.?
Það hefur oft sótt á huga minn slysið sem varð um daginn þegar vörubíll með ófrágengnum krana lenti á hæðar rá með þeim afleiðingum að hún féll niður á götu og lenti þar á bílum og stórskemmdi þá, en til allrar hamingju urðu engin slys á fólki - um andlegan skaða skal ósagt látið!
Ég hef margoft horft á þessar rár og mér hefur alltaf fundist sem þær hangi uppi svipað og hástökks rár gera, nema hvað vírar eru festir við þær eftir endilöngu og hef ég staðið í þeirri trú, með sjálfum mér, að þessir vírar séu ekki hluti af upphengi búnaði ránna heldur eigi þeir að koma í veg fyrir að þessar rár detti í jörðina - ef há ökutæki rekast á þær.
Ég hef haldið, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, að markmiðið með þessum rám sé að rekist há ökutæki á þær, falli þær af uppistöðum sínum og hangi síðan í vírunum og hafi þar með gegnt hlutverki sínu, að vara bílstjóra þessara ökutækja við áður en bifreið þeirra og jafnvel tengivagn lendir á brún sem framundan er - í svipaðri hæð og ráin.
Þessar brýr þjóna oftar en ekki umferð fólks, hvort sem hún er gangandi, hjólandi eða akandi, og er þar með komið í veg fyrir stórslys á fólki sem á viðkomandi brú er.
EIGA RÁRNAR AÐ FALLA TIL JARÐAR EÐA HANGA Í VÍRUNUM?
Þetta er í hnotskurn, það sem átt hefur sér stað í huga mínum í sambandi við þessar rár, og veit ég ekki hvort ég hef eitthvað til míns máls eður ei.
Eigi rárnar að falla til jarðar eftir að hátt ökutæki rekst á þær er mér spurn hvort líf og limir þeirra sem aka á akbrautum, sem liggja undir slíkar rár, sé í minni metum hjá ráðamönnum, en líf þeirra sem á brúnum eru og rárnar eru að öllum líkindum hafðar til að verja.
Þar sem ég ætla ráðamönnum ekki að svo sé, langar mig mikið til að vita hvað hafi gerst í þessu óhappi um daginn og orðið til þess að ráin féll á akreinarnar fyrir neðan og einnig að fólk sé upplýst um hver tilgangur þessara ráa sé og á hvern hátt þær eigi að sinna sínu hlutverki.
HVAÐ GERÐIST?
Þegar þessi umrædda vörubifreið með ófrágengna krananum lenti á ránni féll hún alla leið niður á akbrautirnar og stórskemmdi bifreiðar sem þar voru.
Ég ætla að sú spurning brenni á mörgum hvort bílstjórar geti átt von á að þessar hæðar rár eigi eftir að fljúga út í loftið þegar ekið er á þær af háum og hátt lestuðum ökutækjum.
Á það virkilega að vera staðreynd til frambúðar, eftir að þetta óhapp varð, að akreinar fyrir aftan há ökutæki séu auðar marga kílómetra fyrir aftan og jafnvel til hliðar við það, sökum hræðslu ökumanna við að fá fljúgandi rá yfir akreinarnar?
Er hér um hönnunargalla, framleiðslugalla, uppsetningar galla eða einstaklega óheppilegt atvik að ræða, sem varð til þess að ráin féll alla leið niður á bílana í þessu ákveðna tilfelli? Eða er þetta eðlileg uppákoma sem allir ökumenn geta átt von á?
Ég hef margoft horft á þessar rár og mér hefur alltaf fundist sem þær hangi uppi svipað og hástökks rár gera, nema hvað vírar eru festir við þær eftir endilöngu og hef ég staðið í þeirri trú, með sjálfum mér, að þessir vírar séu ekki hluti af upphengi búnaði ránna heldur eigi þeir að koma í veg fyrir að þessar rár detti í jörðina - ef há ökutæki rekast á þær.
Ég hef haldið, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, að markmiðið með þessum rám sé að rekist há ökutæki á þær, falli þær af uppistöðum sínum og hangi síðan í vírunum og hafi þar með gegnt hlutverki sínu, að vara bílstjóra þessara ökutækja við áður en bifreið þeirra og jafnvel tengivagn lendir á brún sem framundan er - í svipaðri hæð og ráin.
Þessar brýr þjóna oftar en ekki umferð fólks, hvort sem hún er gangandi, hjólandi eða akandi, og er þar með komið í veg fyrir stórslys á fólki sem á viðkomandi brú er.
EIGA RÁRNAR AÐ FALLA TIL JARÐAR EÐA HANGA Í VÍRUNUM?
Þetta er í hnotskurn, það sem átt hefur sér stað í huga mínum í sambandi við þessar rár, og veit ég ekki hvort ég hef eitthvað til míns máls eður ei.
Eigi rárnar að falla til jarðar eftir að hátt ökutæki rekst á þær er mér spurn hvort líf og limir þeirra sem aka á akbrautum, sem liggja undir slíkar rár, sé í minni metum hjá ráðamönnum, en líf þeirra sem á brúnum eru og rárnar eru að öllum líkindum hafðar til að verja.
Þar sem ég ætla ráðamönnum ekki að svo sé, langar mig mikið til að vita hvað hafi gerst í þessu óhappi um daginn og orðið til þess að ráin féll á akreinarnar fyrir neðan og einnig að fólk sé upplýst um hver tilgangur þessara ráa sé og á hvern hátt þær eigi að sinna sínu hlutverki.
HVAÐ GERÐIST?
Þegar þessi umrædda vörubifreið með ófrágengna krananum lenti á ránni féll hún alla leið niður á akbrautirnar og stórskemmdi bifreiðar sem þar voru.
Ég ætla að sú spurning brenni á mörgum hvort bílstjórar geti átt von á að þessar hæðar rár eigi eftir að fljúga út í loftið þegar ekið er á þær af háum og hátt lestuðum ökutækjum.
Á það virkilega að vera staðreynd til frambúðar, eftir að þetta óhapp varð, að akreinar fyrir aftan há ökutæki séu auðar marga kílómetra fyrir aftan og jafnvel til hliðar við það, sökum hræðslu ökumanna við að fá fljúgandi rá yfir akreinarnar?
Er hér um hönnunargalla, framleiðslugalla, uppsetningar galla eða einstaklega óheppilegt atvik að ræða, sem varð til þess að ráin féll alla leið niður á bílana í þessu ákveðna tilfelli? Eða er þetta eðlileg uppákoma sem allir ökumenn geta átt von á?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.