7.6.2007 | 11:29
Mér þætti vænt um...
Það er frábært að geta sagt skoðun sína og komið henni á framfæri á auðveldan og fljótlegan hátt. Þær birtast alheiminum strax eftir að skrifum er lokið. Hvort sem erlendir netverjar geta lesið það sem á þessum vettvangi er skrifað sér til gagns eður ei, þá nýtast þau örugglega að einhverju leyti þeim sem skilja hið ástkæra og ylhýra mál okkar, hvar sem þeir eru í heiminum.
Ég verð að viðurkenna að mig langar oft til að eiga orðaskipti við suma sambloggara mína, án þess að þurfa að opinbera það öllum og þá væri mjög gott að þeir hefðu tölvupóstfang sitt á síðum sínum - sjái þeir enga vankanta á því.
Ég þarf ekki að taka fram að viðkomandi þarf ekki að svara, hafi hann ekki áhuga á þessum samskiptum og lendir þá póstur sendandans einfaldlega í flokki ósvaraðs pósts, sem flestir hafa í tonna tali í fórum sínum.
Með von um góðar undirtektir!
Ég verð að viðurkenna að mig langar oft til að eiga orðaskipti við suma sambloggara mína, án þess að þurfa að opinbera það öllum og þá væri mjög gott að þeir hefðu tölvupóstfang sitt á síðum sínum - sjái þeir enga vankanta á því.
Ég þarf ekki að taka fram að viðkomandi þarf ekki að svara, hafi hann ekki áhuga á þessum samskiptum og lendir þá póstur sendandans einfaldlega í flokki ósvaraðs pósts, sem flestir hafa í tonna tali í fórum sínum.
Með von um góðar undirtektir!

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.