7.6.2007 | 16:06
Björgúlfs feðgar, Magnús Ármann, ég og líkamsárásir
Í framhaldi af skrifum mínum um líkamsárásir hér á síðunni í gær. Langar mig aðeins til að minnast á nokkur önnur tilfelli af tilefnislausum árásum bæði á mig og aðra.
Ég verð aðeins að minnast á þá Björgúlfs feðga og Magnús Ármann, í stuttu máli og algerlega eftir minni. Þegar þeir gengu niður Laugaveginn eina bjarta sumarnótt - um það leyti sem þeir voru að selja bjórverksmiðjuna í Rússlandi, að ráðist var á Magnús, af bráðókunnugum manni (mönnum?) og var hann barinn þangað til að hann lá í götunni og gat enga björg sér veitt.
Það kom fram í máli Björgúlfs eldri í fjölmiðlum eftir þennan atburð, að þeir hefðu oft verið á ferð, gangandi að næturlagi þarna úti og æðioft komist í tæri við mafíuna og ýmis glæpagengi, en aldrei orðið fyrir jafn hatramri og fólskulegri árás sem þessari - algerlega að tilefnislausu.
Það var Magnús sem dvaldi lengst, af þeim félögum, þarna úti í Rússlandi og því hafi það verið kaldhæðni örlaganna að það var hann sem lenti í þessu.
Ég verð að segja, að þrátt fyrir að ég sé tæpir tveir metrar á hæð og nokkuð stæðilegur, þá þori ég, satt best að segja, ekki gangandi niður í bæ eftir lokun verslana, því oftar en ekki hef ég á umliðnum árum lent í því að gengi þrettán til sextán ára unglinga og þá að mestu leyti drengja hafa veist að mér og öðrum nærstöddum, þrátt fyrir að ég hafi verið í hópi myndarlega vaxinna manna og hafa það oft verið erlendir ferðamenn, sem hafa verið á mínum vegum hér á landi.
Í einu tilfellinu gat ég með naumindum komið þeim inn í leigubíl áður en alvarlegar líkamsmeiðingar áttu sér stað, en strákarnir tóku dýrindis, leður húfur af tveimur, heldri, stæðilegum Suður Afríku mönnum og notuðu þær sem frizzby, ásamt því að láta mjög dólgslega við þá - ýtandi í þá og hrindandi þessum fullvöxnu karlmönnum.
Þessi hópur minn hafði eytt loka kvöldinu sínu á Kaffi Reykjavík og vildi fá sér Hlöllabát fyrir svefninn, en þá var klukkan rúmlega þrjú að nóttu. - Þeir fóru því bæði húfu og Hlöllalausir í háttinn, með slæmar minningar í farteskinu frá næturlífi Reykjavíkur - að þessu leyti.
Samkvæmt lögreglusamþykkt hefði stór hluti af íslenska strákahópnum átt að vera löngu kominn heim til sín! Mér fannst þetta að sjálfsögðu mjög leiðinlegt og slæm kynning á landi og þjóð.
Þurfti að hlaupa í felur og skilja stúlkuna eftir
Nokkrum vikum síðar gekk ég ásamt góðri vinkonu minni, um svipað leyti að nóttu frá Kaffi Reykjavík yfir Ingólfstorgið í áttina að Austurvelli. Þegar að gangstígnum inná torgið var komið gengum við næstum í flasið á gengi - þrettán til sextán ára unglinga. Fjarlægðin á milli okkar og þeirra nægði til þess að ég gat forðað mér á hlaupum og falið mig eftir að hafa sammælst við samferða konu mína um hvar við skyldum hittast. Það síðasta sem ég heyrði áður en ég hvarf á braut, var að hún sagði; Strákar! Þið ætlið varla að fara að berja stelpu! Er það nokkuð?, en hópurinn svaraði því með spurningu og sagði; Hvar er þessi sláni sem þú varst með áðan? Við ætluðum nefnilega að buffa hann í klessu!.
Þessi orðræða gaf mér aukinn tíma til að hlaupa þennan krók sem ég þurfti að fara til að geta skotist til hennar úr felum fyrir utan þáverandi húsakynni Samvinnuferða, þar sem hún starfaði og hafði lyklavöld. Við gátum flúið þangað inn um leið og við tókum eftir strákagerinu koma hlaupandi af Austurvellinum í áttina til okkar, því þeir höfðu komið auga á mig og sennilega ætlað að jafna um mig, eins og þeir höfðu talað um - þrátt fyrir að engin þeirra virtist þekkja mig.
Þetta hef ég látið nægja af gönguferðum mínum um miðbæinn, eftir að verslunum hefur verið lokað.
Ætlaði að opna og að öllum líkindum að berja mig í bílnum
Ég hef haft það fyrir reglu, allt frá því að ég var, á mikið upphækkuðum jeppa, að koma úr Stjörnubíói að maður réðist að bílnum og reyndi að opna hurðina bílstjóramegin, en sökum þess hversu hár bíllin var og ég gat aukið snögglega hraðann, náði hann ekki að opna. Ég hef haft það fyrir reglu síðan að þetta gerðist að aka með allar dyr og farangursgeymslu læstar, þegar ég ek um borgina að kvöld- og næturlagi.
Það er hnappur í þeim bíl sem ég á núna sem ég get ég læst öllu sem hægt er að læsa samstundis.
Ég held að ég sé ekki meiri raggeit en gengur og gerist, nema síður sé, en eftir það sem ég hef upplifað í þessu sambandi, finnst mér engin ástæða til bjóða hættunni heim - að óþörfu.
Ef ég á erindi niður í bæ, að kvöldlagi og er á eigin bíl þá reyni ég að leggja honum eins nálægt þeim stað sem ég ætla að dvelja á um kvöldið, en annars bíð ég inni á staðnum eftir leigubíl og er þá jafnvel búinn að panta hann fyrirfram.
Allt það sem að fram hefur komið í skrifum mínum í sambandi við þessi mál bæði í gær og í dag er því miður satt og það sorglega er að óöruggastur er ég í Reykjavík af öllum borgum Evrópu hvað tilefnislausar árásir varðar.
Höfuðborg þess lands sem ég ann mest og hef hingað til verið að springa úr stolti að sýna ferðamönnum, sem leiðsögumaður, hvort sem þeir eru erlendir eða innlendir er því miður, að mínu mati hættulegri en margar aðrar borgir Vestur Evrópu, eftir að hafa talað bæði við Íslendinga sem dvalið hafa langdvölum erlendis og einnig alla þá erlendu ferðamenn sem ég hef rætt þessi mál við á um þrjátíu ára ferli mínum sem fararstjóri og leiðsögumaður.
Ég verð aðeins að minnast á þá Björgúlfs feðga og Magnús Ármann, í stuttu máli og algerlega eftir minni. Þegar þeir gengu niður Laugaveginn eina bjarta sumarnótt - um það leyti sem þeir voru að selja bjórverksmiðjuna í Rússlandi, að ráðist var á Magnús, af bráðókunnugum manni (mönnum?) og var hann barinn þangað til að hann lá í götunni og gat enga björg sér veitt.
Það kom fram í máli Björgúlfs eldri í fjölmiðlum eftir þennan atburð, að þeir hefðu oft verið á ferð, gangandi að næturlagi þarna úti og æðioft komist í tæri við mafíuna og ýmis glæpagengi, en aldrei orðið fyrir jafn hatramri og fólskulegri árás sem þessari - algerlega að tilefnislausu.
Það var Magnús sem dvaldi lengst, af þeim félögum, þarna úti í Rússlandi og því hafi það verið kaldhæðni örlaganna að það var hann sem lenti í þessu.
Ég verð að segja, að þrátt fyrir að ég sé tæpir tveir metrar á hæð og nokkuð stæðilegur, þá þori ég, satt best að segja, ekki gangandi niður í bæ eftir lokun verslana, því oftar en ekki hef ég á umliðnum árum lent í því að gengi þrettán til sextán ára unglinga og þá að mestu leyti drengja hafa veist að mér og öðrum nærstöddum, þrátt fyrir að ég hafi verið í hópi myndarlega vaxinna manna og hafa það oft verið erlendir ferðamenn, sem hafa verið á mínum vegum hér á landi.
Í einu tilfellinu gat ég með naumindum komið þeim inn í leigubíl áður en alvarlegar líkamsmeiðingar áttu sér stað, en strákarnir tóku dýrindis, leður húfur af tveimur, heldri, stæðilegum Suður Afríku mönnum og notuðu þær sem frizzby, ásamt því að láta mjög dólgslega við þá - ýtandi í þá og hrindandi þessum fullvöxnu karlmönnum.
Þessi hópur minn hafði eytt loka kvöldinu sínu á Kaffi Reykjavík og vildi fá sér Hlöllabát fyrir svefninn, en þá var klukkan rúmlega þrjú að nóttu. - Þeir fóru því bæði húfu og Hlöllalausir í háttinn, með slæmar minningar í farteskinu frá næturlífi Reykjavíkur - að þessu leyti.
Samkvæmt lögreglusamþykkt hefði stór hluti af íslenska strákahópnum átt að vera löngu kominn heim til sín! Mér fannst þetta að sjálfsögðu mjög leiðinlegt og slæm kynning á landi og þjóð.
Þurfti að hlaupa í felur og skilja stúlkuna eftir
Nokkrum vikum síðar gekk ég ásamt góðri vinkonu minni, um svipað leyti að nóttu frá Kaffi Reykjavík yfir Ingólfstorgið í áttina að Austurvelli. Þegar að gangstígnum inná torgið var komið gengum við næstum í flasið á gengi - þrettán til sextán ára unglinga. Fjarlægðin á milli okkar og þeirra nægði til þess að ég gat forðað mér á hlaupum og falið mig eftir að hafa sammælst við samferða konu mína um hvar við skyldum hittast. Það síðasta sem ég heyrði áður en ég hvarf á braut, var að hún sagði; Strákar! Þið ætlið varla að fara að berja stelpu! Er það nokkuð?, en hópurinn svaraði því með spurningu og sagði; Hvar er þessi sláni sem þú varst með áðan? Við ætluðum nefnilega að buffa hann í klessu!.
Þessi orðræða gaf mér aukinn tíma til að hlaupa þennan krók sem ég þurfti að fara til að geta skotist til hennar úr felum fyrir utan þáverandi húsakynni Samvinnuferða, þar sem hún starfaði og hafði lyklavöld. Við gátum flúið þangað inn um leið og við tókum eftir strákagerinu koma hlaupandi af Austurvellinum í áttina til okkar, því þeir höfðu komið auga á mig og sennilega ætlað að jafna um mig, eins og þeir höfðu talað um - þrátt fyrir að engin þeirra virtist þekkja mig.
Þetta hef ég látið nægja af gönguferðum mínum um miðbæinn, eftir að verslunum hefur verið lokað.
Ætlaði að opna og að öllum líkindum að berja mig í bílnum
Ég hef haft það fyrir reglu, allt frá því að ég var, á mikið upphækkuðum jeppa, að koma úr Stjörnubíói að maður réðist að bílnum og reyndi að opna hurðina bílstjóramegin, en sökum þess hversu hár bíllin var og ég gat aukið snögglega hraðann, náði hann ekki að opna. Ég hef haft það fyrir reglu síðan að þetta gerðist að aka með allar dyr og farangursgeymslu læstar, þegar ég ek um borgina að kvöld- og næturlagi.
Það er hnappur í þeim bíl sem ég á núna sem ég get ég læst öllu sem hægt er að læsa samstundis.
Ég held að ég sé ekki meiri raggeit en gengur og gerist, nema síður sé, en eftir það sem ég hef upplifað í þessu sambandi, finnst mér engin ástæða til bjóða hættunni heim - að óþörfu.
Ef ég á erindi niður í bæ, að kvöldlagi og er á eigin bíl þá reyni ég að leggja honum eins nálægt þeim stað sem ég ætla að dvelja á um kvöldið, en annars bíð ég inni á staðnum eftir leigubíl og er þá jafnvel búinn að panta hann fyrirfram.
Allt það sem að fram hefur komið í skrifum mínum í sambandi við þessi mál bæði í gær og í dag er því miður satt og það sorglega er að óöruggastur er ég í Reykjavík af öllum borgum Evrópu hvað tilefnislausar árásir varðar.
Höfuðborg þess lands sem ég ann mest og hef hingað til verið að springa úr stolti að sýna ferðamönnum, sem leiðsögumaður, hvort sem þeir eru erlendir eða innlendir er því miður, að mínu mati hættulegri en margar aðrar borgir Vestur Evrópu, eftir að hafa talað bæði við Íslendinga sem dvalið hafa langdvölum erlendis og einnig alla þá erlendu ferðamenn sem ég hef rætt þessi mál við á um þrjátíu ára ferli mínum sem fararstjóri og leiðsögumaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.