TIL HAMINGJU MARTA!!!

Póstkort frá Grænlandi

Hjartanlega til hamingju með þetta frábæra framtak

Marta okkar! (Sbr.strákarnir okkar).

 

Þú ert kjarna kona og bætist í glæsilegan hóp afreksfólks á Íslandi.

Ekki veitir af að vekja athygli á brjóstakrabbameini, en sá sjúkdómur  hefur bæði lagst á fjölskyldu mína og fyrrverandi tendafjölskyldu.

Ég þarf ekki að láta hugann reika nema nokkur sekúndubrot til að það hrannist upp myndir af konum, í huganum, sem ég þekki persónulega og einnig af afspurn - sem hafa fengið þennan sjúkdóm og hafa sloppið alveg, misvel, og því miður - sumar ekki.

Þú hefur svo sannanlega lagt þungt lóð á vogarskálina með þessu framtaki þínu, til að uppræta þennan sjúkdóm.

Með innilegum kveðjum, þakklæti og stolti!!!

Þorsteinn Erlingsson

 


 E.s.

Fyrir þá sem ekki vita, þá lagði Marta G. Guðmundsdóttir uppí langa og stranga ferð, gangandi á skíðum yfir Grænlandsjökul,  skömmu eftir að hún lauk meðferð við þeim sjúkdómi sem greindist hjá henni árið 2005 - það er brjóstakrabbamein.

Marta lauk skíðagöngu sinni yfir Grænlandsjökul þann 10. þessa mánaðar og var fegin að hafa „fast“ land undir fótum þegar hún kom niður af jöklinum.

Auglýsing hér á bloggsíðum mbl.is, um þessa afreksgöngu, fyrrverandi krabbameinssjúklings, til að vekja athygli á sjúkdómnum sem hún fékk og til að safna fé til frekari rannsókna á honum og forvarna, virðist mér hafa farið fram hjá alltof mörgum bloggurum hér á blog.is.

Ef ráða má af gestabók hennar þá eru árnaðaróskirnar 99% frá óskráðu  fólki en ekki blog.is bloggurum.

Það er eitthvað sem veldur því að ef eitthvað er of nálægt manni og lengi þá er eins og við hættum að taka eftir því. (Sbr. maka
Whistling )

Sinnuleysið má bæta upp með því að kaupa póstkort hér, með því að smella á mynd eða á bloggsíðu Mörtu á blog.is og styrkja þar með verulega mikilvægt málefni og efla þannig tilgang þess að leggja á sig blóð, svita og tár fyrir aðra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband