OLÍUBÍLSTJÓRI ÚTI AÐ AKA?

Skyldi olíubílstjórinn sem ók Öxnadalsheiðina fyrir skömmu með tengivagninn sinn hafa verið algerlega úti að aka áður en vagninn valt. Samkvæmt lögregluþjónunum sem komu á staðinn mældu þeir tæplega hálfs kílómeters löng för á malbikinu eftir tengivagninn áður en hann valt.

Ekki veit ég hvað olli þessum förum, en samkvæmt meiraprófs fræðum sem undirritaður lagði stund á fyrir allöngu og reynslu sinni af akstri stórra ökutækja þá fara hemlar tengivagns sjálfkrafa á ef þrýstingur á vökvakerfi (glussakerfi) hans fellur-af einhverjum orsökum. Út frá þeirri staðreynd má ætla að olíubíllinn hafi dregið vagninn með hemlunum á í þennan hálfa kílómetra áður en vagninn valt, en miklir kraftar hljóta að hafa valdið því.

Minna má nú verða var við en að draga mikið rásandi risatengivagn með hemlunum á, sprungið dekk eða hvað annað þetta langa leið. Því er mér spurn hvar blessaður bílstjórinn hefur haft hugann þegar hann var að aka um þessa fallegu sveit!

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband